Stemmning, Gleði, Hlýja & Frábær Matur
Um okkur
Fröken Selfoss er staðsett á neðra brúartorgi í nýja miðbænum á Selfossi. Þar framleiðum við frábæran mat og kokteila með áherslu á íslenskt hráefni. Við erum hóflega "fínn" veitingastaður og leggjum upp með að bjóða uppá vinarlega þjónustu, girnilegan og bragðgóðan mat.
Samhliða veitingastaðnum bjóðum við einnig upp á
alhliða veisluþjónustu. Við tökum að okkur allar gerðir viðburða svo sem árshátíðir, brúðkaup, hvataferðir, fyrirtækjapartý, afmæli, útskriftir, fermingar, matarboð, þorrablót og ferðaþjónustupakka eða hvað sem er. Við getum sett upp veislur hvar sem er allt frá því að vera úti í náttúrunni eða í sal hjá samstarfsaðilum okkar svo eitthvað sé nefnt.
Við erum með tilbúna matseðla sem henta flestum viðburðum og útvegum þjóna og barþjóna sé þess óskað.
Við hjá ÁB veitingum erum stöðugt að þróa nýja rétti og hugmyndir sem gætu litið dagsins ljós í fyrsta skipti í þinni veislu. Innblásturinn kemur frá árstíðabundnu hráefni þar sem ávallt er notað það ferskasta sem í boði er hverju sinni. Þetta er svo kryddað með kunnáttu, reynslu og nútímalegum bragðsamsetningum þar sem ferskleiki, hollusta og bragðgæði eru í forgrunni.
ÁB veitingar ehf er félag sem Árni Bergþór Hafdal Bjarnason & Guðný Sif Jóhannsdóttir eiga og reka.
Árni er matreiðslumeistari & þjónn sem hefur yfirgripsmikla veitinga reynslu, allt frá risa veislum fyrir stóra viðburði og ráðstefnur, niður í einkamatreiðslu fyrir einstaklinga, hann hefur komið víða við á sínum ferli.
Guðný er markaðsstjóri og hugmyndasmiður ÁB veitinga ehf sem er fyrirtækið á bak við Fröken Selfoss og Groovís - Ice cream & donuts.
Gleði - Kleinuhringir - Ís
Vertu velkomin í Groovís.
Groovís endurskilgreinir hvernig ísbúðir eiga að virka. Okkar megin markmið er að fá fólk til að brosa með því að bjóða uppá frábæra deserta og andrúmsloftið samanstendur af 80's tónlist, lita dýrð, tælandi baksturs ilm og undraverðar samsetningar af ís, ný bökuðum mini kleinuhringjum og kandífloss.
Alhliða veisluþjónusta
Við leggjum áherslu á bragðmikinn og fallegan mat sem er framleiddur af fagmennsku. Við bjóðum uppá úrval af stöðluðum veislum fyrir hvert tilefni og erum vel búin borðbúnaði og innviðum til að tækla veislur allt að 1.000 manns.
Við tökum að okkur allar gerðir viðburða svo sem árshátíðir, brúðkaup, þorrablót, hvataferðir, fyrirtækjapartý, afmæli, útskriftir, fermingar, matarboð, ferðaþjónustupakka úti í náttúrunni eða viðburði í sal hjá samstarfsaðilum okkar svo eitthvað sé nefnt.
Fjölbreytt og ljúffengt
Við erum hóflega "fínn" veitingastaður sem sérhæfir sig í nýstárlegum og hefðbundum íslenskum matarhefðum og framúrskarandi kokteilum og allt þetta borið fram á sem skemmtilegastan máta.
Við erum staðsett á neðra brúartorgi í nýja miðbænum á Selfossi, gengið inn af torginu.
Komdu í hádegismat, þar sem við leggjum áherslu á skjóta þjónustu og afslappað andrúmsloft eða á kvöldin, þegar við dimmum ljósin, hækkum tónlist og setjum tónin fyrir fullkominn stað til að hitta vini og vandamenn í skemmtilegu andrúmsloft — bókaðu borð í ógleymanlega upplifun í dag.
What People Say About Us
Eldhúsið lokar kl:
21:30 föstudaga-laugardaga
21:00 sunnudaga-fimmtudaga