To top!

SMÁRÉTTIR & PINNAR

Við bjóðum uppá úrval af smárétta, pinna og snittu veislum!

Pinna/smárétta veislur henta við öll tilefni hvort sem um er að ræða standadi eða sitjandi veislur, lítil afmæli í heimahúsi, á fundinn, í fyrirtækjapartý, brúðkaup, útskriftir, eða fermingar.


Allt að 300 eininga veislu er hægt að fá afhenta með 48 tíma fyrirvara í gegnum vefverslun. Allt umfram það þarf að semja um afhendingartíma.


  • Útskýring á tegundum og einingum

    Útskýring á umfangi veislu: 

    • "Einingar" segja til um lágmark heildar fjölda af smáréttum sem eru framleiddir fyrir hvern einstakling. Allar "einingar" eru sambærilega stórar til að einfalda áætlun af mat.
    • "Tegund" segir til um hversu margir réttir eru í veislunni sem valið er. T.d. mini hamborgari er ein tegund og grillað ribeye spjót er önnur tegund.

    Dæmi: "Bístró smáréttir" Samsetta veislan okkar eru. "8 tegundir > 10 einingar á mann" þá eru 8 mismunandi réttir en hver einstaklingur fær að lágmarki 10 einingar.


  • Hversu mikið þarf ég í mína veislu?

    6 einingar á mann 

    Passlegt fyrir stuttar móttökur, forrétt eða utan venjulegs matmálstíma og jafngildir ca hálfri máltíð



    9-11 einingar á mann 

    Heppilegt fyrir fermingar, hádegisverð eða léttan kvöldverð



    12-15 einingar á mann 

    Full kvöldverðar máltíð. Er veislan fyrir matgrannt fólk (12 einingar) eða matháka sem hafa verið að stunda líkamlega afþreyingu allan daginn? (15 einingar)

  • Afhverju pinna/smárétta veislu?

    Það eru margar ástæður til að velja pinnaveislur. 

    • Lágmarks borðbúnaður, jafnvel engin.
    • Engin falin gjöld sem kunna að myndast við aðra tegundir af veislum eins og uppvask, þjónusta, leiga á borðbúnaði og annarskonar fylgifiskar.
    • Hægt að fá afhent á fallegum einnota  veislubökkum.
    • Lágmarks umstang. Pantaðu, náðu í hana á þeim tíma sem við ákveðum saman, smelltu henni á borðið og byrjaðu að borða.
    • Við þurfum aðeins 48 tíma fyrirvara til að afgreiða veislur allt að 30 manns.

  • Bístró smáréttir (8 teg > 10 ein)

    Mest selda veislan okkar! Þessi veisla er heppileg í hádegismat eða léttari kvöldverð í bístró stíl. Á vel við fermingar, fundi, afmæli og aðra reglulega viðburði.


    8 Tegundir

    10 Einingar á mann

    Lágmark 10 manns

    Verð: 5.490kr á mann


    Djúpsteikt rækja

    Djúpsteikt rækja með japönsku sesam mæjó, stökkum hvítlauk og jurtum.


    Kjúklingapsjót

    Hægelduð kjúklingalæri í hnetu hjúp


    Mini hamborgari 

    Mini hamborgari í sesam brauði, klettakáli, aioli og rauðlaukssultu.


    Rifinn grís í steam bun 

    Rifinn grís í korean BBQ sósu, pikklað fennel og wasabi sesam.


    Kjúklinga Takkó

    Stökkur kjúklingur, ponzu majó og hrásalat


    Hægelduð bleikja

    Hálfgrafin og hægelduð bleikja á stökku flatbrauði og hundsúrupestó


    Andarsalat

    Rifin önd, kasjúhnetur, sesam dressing og sýrð epli borin fram á romain salatblaði


    Brownie 

    Þétt súkkulaði kaka með skyr ganache og jarðaberi.

  • Pinnaveisla (8teg > 12 einingar)

    Allur matur kemur á pinna svo þessi virkar vel sem fingrafæði í standandi veislur án borðbúnaðs.


    8 Tegundir

    12 Einingar á mann

    Lágmark 10 manns

    Verð: 5.890kr á mann


    Djúpsteikt rækja

    Djúpsteikt rækja með japönsku sesam mæjó, stökkum hvítlauk og jurtum.


    Kjúklingapsjót

    Hægelduð kjúklingalæri í hnetu hjúp


    Parma skinka og kantilópa

    Kantilópa vafin inn í parmaskinku


    Mini hamborgari 

    Mini hamborgari í sesam brauði, klettakáli, aioli og rauðlaukssultu.


    Ceviche spjót

    Sítrus marineraður sjávarréttur, bleikja, þorskur og rækja með eldpiparsmæjó og jurtum


    Hægelduð bleikja á spjóti

    Hálfgrafin og hægelduð bleikja með stökku flatbrauðs krumble og hundsúrupestó


    Andarsalat

    Rifin önd, kasjúhnetur, sesam dressing og sýrð epli borin fram á romain salatblaði


    Brownie

    Þétt súkkulaði kaka með skyr ganache og jarðaberi.

  • Snarl pinni (4 teg > 6 ein)

    Þessi veisla er ætluð sem forréttur til að nasla á með fordrykk eða utan hefðbundins matartíma. Þessi veisla er öll borin fram á pinnum og er því henntugt fingrafæði.


    4 Tegundir

    6 Einingar á mann

    Lágmark 10 manns

    Verð: 3.690kr á mann


    Beikonvafðar döðlur

    Beikonvafðar döðlur á pinna.


    Carpacchio

    Carpacchio með túnsúru pestói á stökku flatbrauði.


    Mini borgari

    Grillaðir mini borgarar, aioli og picklaður rauðlaukur í kartöflu brauði.


    Önd á laufi

    Rifin önd, kasjúhnetur, sesam dressing og sýrð epli borin fram á salatblaði.

  • Hefðbundin snittuveisla (6 teg > 10 ein)

    Þessi veisla er heppileg fyrir erfidrykkjur og kaffiboð og virkar vel í standandi borðhaldi þar sem ekki þarf neinn sérstakan borðbúnað


    6 Tegundir

    10 Einingar á mann

    Lágmark 25 manns

    Verð: 4.490 kr á mann


    • Roastbeef snitta, remúlaði, súrar gúrkur og steiktur laukur
    • Rækju snitta, egg, sítrónu mæjó
    • Skinkusnitta, ananas 
    • Graflax snitta, eggjahræra, aspas, dill
    • Flatkaka með hangikjöti og baunasalat
    • Kleinur
    • Brownie
  • Fylltu út formið með grunn upplýsingum svo við getum leyst úr þínu verkefni hratt og örugglega.
  • Við reynum að svara öllum fyrirspurnum innan 48 tíma.
  • Ef málið er áreiðandi heyrðu þá í okkur í síma 451-3320 til að vekja athylgi á því.
  • Fyrirspurnir eru ekki bindandi.
Share by: