Íslenskt hráefni
Verið velkomin á Fröken Selfoss. Þar sem við bjóðum upp á það besta úr íslenskri matargerð!
Við leggjum áherslu á að nýta íslensk hráefni og afurðir í einu sem öllu, tónlist, matseðil, framandi drykkjarseðilinn okkar og reynum eftir bestu getu að versla við nærliggjandi sveitir við hvert tækifæri.
Matseðillinn okkar býður upp á úrval af hefðbundnum og nútímalegum íslenskum réttum, og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Notarlegt umhverfi
Við erum staðsett á neðra brúartorgi í nýja miðbænum á Selfossi, gengið inn af torginu.
Komdu í hádegismat, þar sem við leggjum áherslu á skjóta þjónustu og afslappað andrúmsloft, eða á kvöldin, þegar við dimmum ljósin, hækkum aðeins tónlistina og setjum tónin fyrir fullkominn stað til að hitta vini og vandamenn í hlýlegu andrúmslofti — bókaðu borð í dag.
Matseðill